Hnípin þjóð í vanda

Í gærmorgun vaknaði þjóðin með forsætisráðherra í eyrunum.  Hann útskýrði fyrir okkur að við ættum að halda að okkur höndum á komandi mánuðum.  Draga úr neyslu, hætta fasteignabraski og yfirleitt haga okkur öðruvísi en við erum vön.

Mér fannst þetta nú ekki sérlega merkileg ræða og hlustaði bara með öðru eyranu.  Hinsvegar hef ég komist að því í dag að það eru ótrúlega margir sem taka hann alvarlega.  Vinnufélagi blessaði lánið að hafa ekki fengið íbúðina sem hún bauð í fyrir viku og maður í ræktinni lýsti fjálglega fyrir einkaþjálfara sínum hvernig hann ætlaði að brúa bilið fram á mitt næsta ár þegar vextir ættu að lækka aftur.

Þó vaxtakjör valdi hér hryggð
og verðbólgan æði um byggð
blómstra þó  enn
alþingismenn
enda eftirlaun þingmanna tryggð.

Gott að einhverjir horfa fram á bjartari tíma!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband