Saga handa börnum

Það er ljótt að hafa ofbeldi í flimtingum en freistandi er að láta sér detta í hug að vopnaðir menn í hverfisbúðinni Sunnuhlíð í morgun hafi bara verið að búa sig undir að mæta verðhækkunum.

Þeir bjuggust við röfli og rexi
yfir rándýru sælgæti´ og kexi
og höfðu til vara
ef í hart skyldi fara
tvær kylfur og ágætis exi.

Í frétt frá Kína segir frá konu sem er bara  með hálfan heila en spjarar sig samt ekkert síður en við hin.  Mér datt strax í hug fræg saga Svövu Jakobsdóttur sem mig minnir að heiti "Saga handa börnum" en þar kemur einmitt heilalaus kona við sögu. 

Nú kemur hún við engum vörnum
menn vilja‘ hana rannsaka í törnum.
En ljóst þykir mér
að mætt sé nú hér
mamman úr „Sögu‘ handa börnum“



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband