Gott mál


Það er gott mál að kalla hlutina sínum réttu nöfnum.  Nú vill Steinunn Valdís að ráðherrar hætti að heita ráðherrar og fari að heita eitthvað sem er ekki eins kynbundið.  Spennandi verður að sjá hvaða viðtökur sú tillaga fær í meðförum alþingis og ráðherra.

Hlustirnar spennt við ég sperrti
er spekingsleg Steinunn sig herti:
Alþingis-kallar
og –konurnar allar
eru kostuleg  merkikerti.

Er ekki bara merkikerti ágætt orð yfir ráðherra:  "Hæstvirt menntamálamerkikerti" hljómar ekki illa.

Annað merkikerti sem kveður að þessa dagana er Kári Stefánsson sem nú ætlar að plokka af þjóðinni aura fyrir að segja fólki að það geti fengið snert af fótaóeirð einhverntíma á lífsleiðinni.  Þeir sem ekki studdu DeCode með hlutabréfakaupum hér um árið geta nú látið sitt af hendi rakna við málstaðinn.

Um ágóðann almenning svíkur
og enginn af bréfum varð ríkur
samt  aura af trú-
gjörnum innheimtir nú
já „engum hann er Kári líkur“.

En reyndar má nú minna á að það voru verðbréfaguttar sem töluðu hlutabréf inná fólk - ekki Kári.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Kveðskapurinn svíkur ekki,er virkilega hrifinn af þessari hugmyd með merkikertið,er búinn að bera þetta við alla ráðherraflóruna og þetta svínvirkar.Kveðja Ari

Ari Guðmar Hallgrímsson, 21.11.2007 kl. 15:41

2 Smámynd: Jóna Guðmundsdóttir

Takk fyrir það!  Kveðja Jóna

Jóna Guðmundsdóttir, 21.11.2007 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband