Af Strandamönnum

Jólamaturinn í ár?  Veit ekki en spennandi nýjungar af Ströndum voru kynntar í grein í mbl. í dag.  Þar eru bændur farnir að meðhöndla ærkjöt á sérstakan hátt og selja undir heitinu lostalengjur.  Eða eins og segir í fréttinni:

"Á bænum Húsavík við Steingrímsfjörð hafa hjónin Hafdís Sturlaugsdóttir og Matthías Lýðsson hafið kynningarframleiðslu á svokölluðum Lostalengjum, sem eru unnar úr aðalbláberjalegnum og taðreyktum ærvöðvum".

Úr bláberjum kryddlög þar blanda menn
og til boða mun landsmönnum standa senn
ærkjöt sem losta
kveikir því  kosta-
ríkt kjötið þeir framleiða  Strandamenn

Nú er bara að sjá hvort framleiðslan stendur undir væntingum.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband