26.11.2007 | 23:28
Spenna
Mogginn greinir frá því að lokaþáttur danska spennumyndaflokksins Forbrydelsen hafi verið sýndur í gær. Um 2 milljónir Dana sátu sveittir við skjáinn og nöguðu neglur meðan afhjúpaður var morðingi skólastúlkunnar Nönnu Birk Larsen.
Morðinginn mun vera fundinn
og mögnuð víst lokastundin:
Í tuttugu þáttum
menn töpuðu áttum
í borginni suður við Sundin.
Og nú bíðum við hér á Fróni eitthvað fram á nýjárið eftir þessum uppljóstrunum og pössum okkur á að spyrja einskis þó við hittum einhverja danska námsmenn í jólaboðum.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1524
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.