Annir á Alþingi?

Ég hef mikið að gera þessa dagana og limrusmíði situr á hakanum.  En ég ætti kannski að reyna fyrir mér á Alþingi?  Þar getur ekki verið mikið að gera því þar er hægt að eyða tíma í að ræða hvernig nýfædd börn skuli klædd þessa fáu klukkutíma eftir fæðingu sem þau dvelja í boði ríkisins inn á fæðingardeildum.

Mér þykir gaman það grátt
og gerast í þinginu fátt;
þar sem  menn ræða
um hvort skuli klæða
nýbura‘ í bleikt eða blátt.





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er fátt um stuðla í 3. og 4. línu.

Þú ert annars lipur limrusmiður Jóna.

Benson

Benson (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 09:00

2 Smámynd: Jóna Guðmundsdóttir

Sæll Benson

Fyrst Davíð Stefánsson gat ort "Þú komst í hlaðið á hvítum hesti" með stuðlana komst og kvítum þá get ég vel verið þekkt fyrir að segja kvort skuli klæða.... og tveir stuðlar í fjórðu línu duga í rétt smíðaðri limru.....

Takk annars fyrir hólið - Jóna

Jóna Guðmundsdóttir, 4.12.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1524

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband