4.12.2007 | 23:35
Menntamál í ólestri
Í dag var birt alþjóðleg skýrsla sem fjallar um menntunarstig þjóða byggð á svonefndri Pisa-könnun sem framkvæmd er reglulega. Þar voru ófagrar niðurstöður. Hamingjusömum og ríkum Íslendingum fer aftur á þessu sviði. Fimmtán ára unglingar hér standa jafnöldrum sínum að baki í lestri, stærðfræði og náttúrufræði. Ekki góðar fréttir og spurning hvar við erum að gera rangt - eitthvað hlýtur að vera hægt að gera.
Þessu ástandi er erfitt að lýsa
meðal unglinga í skólum er krísa;
þá alls ekki leikna
að lesa og reikna
lýsir könnun sem birt var í Písa.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1524
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.