8.12.2007 | 22:27
Pöddufullur?
Það gerast misskemmtilegir hlutir á aðventunni samanber frétt á mbl. í gær:
"Stefán Sigurðsson varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu í vikunni að finna tvö stærðarinnar skordýr í bjórflösku sinni. Um var að ræða Tuborg jólabjór".
Síðar í fréttinni kemur fram að Stefán var nýbúinn að koma sér fyrir í sófanummeð bjórflösku og uggði ekki að sér. Fréttin getur þess ekki hvort hann hafi gubbað en hlýtur það ekki að vera?
Í sófanum gæi sá góla fór
og gubba uns full var skjóla stór.
Því pilturinn þessi
prúði og hressi
varð pöddufullur af jólabjór.
Hann lætur sér sennilega appelsín nægja næstu dagana......
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1524
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
..sem honum verður trúlega ekki ef mark er á kveðskapnum takandi!
Hallmundur Kristinsson, 8.12.2007 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.