Pöddufullur?

Það gerast misskemmtilegir hlutir á aðventunni samanber frétt á mbl. í gær:

"
Stefán Sigurðsson varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu í vikunni að finna tvö stærðarinnar skordýr í bjórflösku sinni. Um var að ræða Tuborg jólabjór".

Síðar í fréttinni kemur fram að Stefán var nýbúinn að koma sér fyrir í sófanummeð bjórflösku og uggði ekki að sér.  Fréttin getur þess ekki hvort hann hafi gubbað en hlýtur það ekki að vera?

Í sófanum gæi sá góla fór
og gubba uns full var skjóla stór.
Því pilturinn þessi
prúði og hressi
varð pöddufullur af jólabjór.

Hann lætur sér sennilega appelsín nægja næstu dagana......

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

..sem honum verður trúlega ekki ef mark er á kveðskapnum takandi!

Hallmundur Kristinsson, 8.12.2007 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1524

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband