Af fjarlćgum slóđum.

Til ađ byrja á byrjuninnin; nei ég fékk hvorki skó eđa í skó frá Pottaskefli.  Hinsvegar var hann nógu glúrinn til ađ vita af ungum nćturgesti mínum og gladdi hann međ einhverju lítilrćđi í nótt; takk Pottaskefill.

Áberandi í fréttum síđasta sólarhringinn eru fundarhöld á Balí.  Ţeim lauk í gćrmorgun eftir vökur og átök.  Góđu fréttirnar eru ađ allir eru sammála um ađ eitthvađ verđi ađ gera til ađ sporna viđ breytingum loftslags á jörđinni en slćmu fréttirnar eru ađ ekki var hćgt ađ koma sér saman um tímasetningar.

Ţađ er ljóst ađ menn lítt eiga val í
loftslagsmálum og skal í
taumana fljótt
taka en ljótt
ađ ţeir tímamörk settu‘ ekki‘ á  Balí..

Samkomulagiđ er ţó skref í rétta átt og vonandi ađ fleiri skref verđi tekin í framhaldinu.

Ef viđ förum svo frá Balí og enn lengra austur endum viđ í Ástralíu.  Ţar lá viđ stórslysi ţegar hákarl beit mann á Bondi-ströndinni í Sydney.  Sá var úti ađ synda í myrkri sem er víst ekki góđ latína og mátti ţví sjálfum sér um kenna.  Samkvćmt stuttri fréttinni heldur hann ţó bćđi lífi og limum og hákarlinn líka - ţrátt fyrir ađ sundmađurinn hefđi bariđ hann "á snoppuna".  Dýrafrrćđiţekking mín nćr lítt til hákarla en einhvernvegin hélt ég samt ekki ađ ţeir vćru međ snoppu?

Ţađ var mađur í myrkri ađ synda
og mátti ţađ sáttur viđ lynda
ađ hákarlinn vondi
beit hann á Bondi

og hann síđan á sárt um ađ binda. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guđmar Hallgrímsson

Ljómandi ađ lesa svona í morgunsáriđ,takk fyrir.Kveđja

Ari Guđmar Hallgrímsson, 17.12.2007 kl. 07:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband