Jóladagspæling

Það var eitthvað kunnuglegt við það að vakna á jóladagsmorgun, kveikja á útvarpinu og fá Davíð beint í æð.  Ekki Geir, ekki Ólaf Ragnar heldur Davíð alveg eins og hér áður fyrr.  Það var létt yfir honum, sjálfsagt kátur yfir því að drengurinn er kominn í góða framtíðarstöðu og hann lét vel af sér og sínum í Bankanum.

Hann Davíð er lipur og laginn
og ljóst að allt gengur í haginn:
Aftur sem fyrr
útvarpið spyr

hann álits á jóladaginn.

Útvarpið spurði biskupinn hinsvegar einskis en Mogginn hafði eftir honum að hann væri að hugleiða hlutskipti Jósefs þessa dagana undir fyrirsögninni "Mér er hann Jósef eitthvað svo hugstæður í seinni tíð".

Ég verð nú að segja að ég er nú ánægð með að herra Karl skuli ekki líta stærra á sig en sem svo að vera að velta fyrir sér þessum statista jólaguðspjallsins sem ég tel reyndar að bæði hann og aðrir mættu fullsæmdir af að líkjast. 

Í myrkrinu litið  ég ljós hef
og ljóst er að teldi ég hrós ef
svipmótið bæri
og svipaður væri
jarðneska föðurnum Jósef.






« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Eftir að hlusta á predikun Karls á aðfangadagskvöld mun ég alltaf sjá þá báða fyrir mér við samskonar aðstæður og bara 2007 ár á milli.

Takk fyrir liprar limrur. 

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.12.2007 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband