29.12.2007 | 00:22
Íþróttamenn og -konur
Það er alveg merkilegt hvað maður getur dottið ofan í að horfa á í sjónvarpinu. Ég vissi ekki einu sinni að til stæði að útnefna íþróttamann ársins en veit svo ekki fyrri til en ég er farin að fylgjast spennt með í beinni.
Ég hafði nú ekki háar hugmyndir og átti einna helst von á að Eiður Smári yrði fyrir valinu, svona eins og venjulega, nú eða þá einhver handboltastrákur. En svei mér þá - það var kona sem hlaut nafnbótina í þetta skipti og ekki nóg með það, heldur var kona í þriðja sætinu líka.
Þá fréttamenn kalla ég klára
Á útsölum ýmislegt bregst
það augljósast er og gleggst
er yfirlið þrjár
Ég hafði nú ekki háar hugmyndir og átti einna helst von á að Eiður Smári yrði fyrir valinu, svona eins og venjulega, nú eða þá einhver handboltastrákur. En svei mér þá - það var kona sem hlaut nafnbótina í þetta skipti og ekki nóg með það, heldur var kona í þriðja sætinu líka.
Þá fréttamenn kalla ég klára
sem kusu ekki Eið lengur Smára:
Nú fór það svona
að kosin var kona
og hún Margrét var lukkuleg Lára.
Henni hefur greinilega farið fram frá því í haust...
Í blöðunum í dag var sagt frá því að þrjár konur hefðu fallið í öngvit á útsölu í versluninni Next. Þar mun þó ekki hafa verið um að ræða útibú Next í Kringlunni í Reykjavík heldur höfuðstöðvarnar í London. Ég geri samt fyllilega ráð fyrir því að minnsta kosti ein af þessum þremur hafi verið íslensk því Íslendingar eru varla hættir að fara í verslunarferðir þó að blessuð jólin séu komin og farin.
Á útsölum ýmislegt bregst
það augljósast er og gleggst
er yfirlið þrjár
máttu þola í ár
í þrengslum og troðningi í Next.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.