Viðbúin, tilbúin, nú.

Nei, ég þarf ekki að bursta spariskóna þetta árið til að dansa á þeim í áramótaboði Glitnis.  Ekki svo að skilja að þeir og ég hafi verið í boðinu í fyrra, en ég var nú kannski að vona að ég yrði dregin út í ár sem þolinmóðasti viðskiptavinurinn.  Ég var kúnni Alþýðubankans, síðan Íslandsbanka og loks Glitnis og mér finnst alveg að þeir skuldi mér eins og eina veislu - ekki fella þeir niður þjónustugjöldin þrátt fyrir trúmennskuna. 

Nú ljóst er að veislunni vart í
verð ég, þó tilbúin start- í
-holunum væri
ef fengi ég færi
á að glansa í Glitnispartý.

En nú er að harðna á dalnum í bankageiranum og í ár verður ekkert áramótapartý og ég og skórnir verðum bara heima, alveg eins og í fyrra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1539

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband