31.12.2007 | 00:07
Bull í beinni.
Sjónvarpsáhorf mitt er nokkuð mikið þessa dagana. Ég var meira að segja farin að horfa á Silfur Egils í dag - í fyrsta skipti á ævinni held ég. Ég hélt nú ekki lengi út, ég hætti þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir var búin að böðla út úr að það væri sko ekki klofningur í Sjálfstæðirflokknum; það mætti gleggst sjá á þeirri staðreynd að sex borgarsjórnarfulltrúarnir (hér skildist mér að hún ætti við þá sem rottuðu sig saman á móti Villa í haust) hefðu komið úr báðum örmum flokksins!
Hún seinheppin laus er við sjarma
og sífrandi fer sér að barma:
Ég klárlega ekki
klofning neinn þekki
þó flokkurinn eigi sér arma.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það var líka skondið að heyra hvern álitsgjafa Silfurs Egils á fætur öðrum, sjálfstæðismenn ekki síður en aðra, nefna fall meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem klúður ársins. Boltinn var gefinn til Hönnu Birnu og hún kannaðist varla við þetta klúður. Jæja, þar fauk sá trúverðugleiki út í buskann.
Vísan er góð.
Jens Guð, 31.12.2007 kl. 00:15
´Góð vísa.Óska þér og þínum gleðilegsárs.Kveðja
Ari Guðmar Hallgrímsson, 31.12.2007 kl. 01:47
Takk félagar og gleðilegt ár!
Jóna Guðmundsdóttir, 31.12.2007 kl. 11:34
Gleðilegt nýtt ár til þín og þinna og takk fyrir skemmtilegar vísur á árinu 2007
Ester Sveinbjarnardóttir, 1.1.2008 kl. 01:19
Takk Ester og gleðilegt ár.
Jóna Guðmundsdóttir, 1.1.2008 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.