5.1.2008 | 01:00
May the best man win
Stöðuveitingar hafa verið til umræðu hér á klakanum síðustu daga. Margir vildu stýra orkumálum landsins og eru skiptar skoðanir um veitingu þess embættis. Ég sé nú ekki betur en mjög hæfur maður hafi verið ráðinn, og sennilega sá hæfasti, en ekki mun þó hafa skemmt fyrir honum að eiga vini á æðstu stöðum.
Bak- mun víst sterkan hafa hjarl
þessi hæfi og menntaði sænski jarl:
Það var gefið í skyn
að Guðni að vin
ætti hinn trygglynda Einar Karl.
Staða forseta er víðar eftirsótt en í Kenýa. Nú eru hafnar forkosningar í USA og þar fór Hilary Clinton halloka fyrir Obama í fyrstu tilraun hvað sem verður.
Sjálfsagt er fjölmörgum sama
en samt er það rosalegt drama
sem aumingja Hilary
alls ekki skilur í:
Hún var sigruð af Barak O-Bama.
Konugreyið - ekki getur hún kært til jafnréttisráðs
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir góð orð og velkominn aftur.
Jóna Guðmundsdóttir, 7.1.2008 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.