7.1.2008 | 23:48
Grátgjörn?
Eiginlega eru kosningar demókrata þarna fyrir vestan heldur erfiðar fyrir alþýðukonu hér uppi á Íslandi. Ég man ekki til að hafa haldið með neinum þarna vestur frá síðan Jesse Jackson var að reyna að komast að fyrir margt löngu - og aðallega hélt ég með honum vegna litarháttar.
Nú eru það kona og blökkumaður sem berjast um útnefningu og ég er bara mjög fegin að geta horft á úr fjarlægð. Mér finnst Obama flottur en Hilary er heldur ekki slæm og stóð sig nú vel í fjölmiðlafárinu þarna um árið. Hún virðist þó heldur eiga á brattann að sækja og það er nú hægt að tárast yfir öðru eins, en fréttir hermdu í dag að hún hefði tárast á kosningafundi.
Á virðist býsna margt bjáta
og bráðum hún undan mun láta
fyrir Obama
og er ekki sama
og því fór hún greyið að gráta.
Nú eru það kona og blökkumaður sem berjast um útnefningu og ég er bara mjög fegin að geta horft á úr fjarlægð. Mér finnst Obama flottur en Hilary er heldur ekki slæm og stóð sig nú vel í fjölmiðlafárinu þarna um árið. Hún virðist þó heldur eiga á brattann að sækja og það er nú hægt að tárast yfir öðru eins, en fréttir hermdu í dag að hún hefði tárast á kosningafundi.
Á virðist býsna margt bjáta
og bráðum hún undan mun láta
fyrir Obama
og er ekki sama
og því fór hún greyið að gráta.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.