Grátgjörn?

Eiginlega eru kosningar demókrata þarna fyrir vestan heldur erfiðar fyrir alþýðukonu hér uppi á Íslandi.  Ég man ekki til að hafa haldið með neinum þarna vestur frá síðan Jesse Jackson var að reyna að komast að fyrir margt löngu - og  aðallega hélt ég  með honum vegna litarháttar.

Nú eru það kona og blökkumaður sem berjast um útnefningu og ég er bara mjög fegin að geta horft á úr fjarlægð.  Mér finnst Obama flottur en Hilary er heldur ekki slæm og stóð sig nú vel í fjölmiðlafárinu þarna um árið.  Hún virðist þó heldur eiga á brattann að sækja og það er nú hægt að tárast yfir öðru eins, en fréttir hermdu í dag að hún hefði tárast á kosningafundi.

Á virðist  býsna margt bjáta
og bráðum hún undan mun láta
fyrir Obama
og er ekki sama
og því fór hún greyið að gráta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband