Prósentur hér og þar

Þetta er búinn að vera mikill prósentudagur.  Útvarpshlustendur vöknuðu í morgun við upplestur á nýjustu tölum úr forvali í forsetakosningunum vestur í henni Ameríku.  Þar fór Hilary Clinton öllum að óvörum með sigur á Barack Obama og munaði á þeim þremur prósentustigum ef ég tók rétt eftir.

Hilary var að vonum sæl og nú er mest rætt hvort kjökrið og tárin um daginn hafi skilað árangri eða hvort ástæður séu einhverjar allt aðrar.  Barack bar sig vel og boðaði áframhaldandi baráttu.

Kjósandinn kassa nú skilar í
kjörseðli og merkir hann Hilary
en Barack var brattur
bjartsýnn og fattur
og bardagann áfram hann til var í.

Þegar þetta var um garð gengið komu næstu tölur og þær voru úr Kauphöllinni.  Lækkun verðbréfa í dag nam fimm til tíu prósentum og nú eru víst margir "stóreignamenn" teknir að naga neglur. 

Af aurum menn breytast í apa
og allmargir glórunni tapa
en öllu mun verra
er auðæfin þverra
og endalaust bréfin þau hrapa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband