13.1.2008 | 23:08
Samráð enn og aftur
Enn er verið að dæma íslenska viðkiptajöfra fyrir samráð. Nú voru það kreditkortafyrirtækin sem dæmd voru fyrir að stunda umfangsríkt samráð ef ég hef skilið málið rétt. Það var gaman að útvarpið skyldi eiga og birta viðtalið við forstjóra annars fyrirtækisins frá árinu 2006, þar sem hann lýsti forundran sinni á þeirri ósvífni að saka sig og sína um samráð - hann var alveg hlessa blessaður.
Sakleysi sagðist hann lýsa
og samkeppni lofa og prísa
en nú mun þó sannað
að samráðið bannað
var siður hjá Júró og Vísa.
Í Mbl í dag er sagt frá merkilegri heiðursnafnbót sem veitist eingöngu látnum. Þar er verið að verðlauna þá sem drápu sig af svo miklum kjánaskap að telja má landhreinsun að losna við viðkomandi. Grátt gaman vissulega og jaðrar við smekkleysu en það var heldur ekki sérlega smekkleg aðferð sem vinningshafinn beitti. Hann var með mein í hálsi og gat ekki drukkið áfengi og því tók hann þrjá lítra af Sérrý inn í gegnum stólpípu - ég legg ekki meira á ykkur, nema það að hann drapst að sjálfsögðu úr áfengiseitrun!
Við hálsmeini vissi hann vörnina
og vandlega undirbjó törnina
í bælið sér skellti
og búsinu hellti
beint upp í endagörnina.
Sakleysi sagðist hann lýsa
og samkeppni lofa og prísa
en nú mun þó sannað
að samráðið bannað
var siður hjá Júró og Vísa.
Í Mbl í dag er sagt frá merkilegri heiðursnafnbót sem veitist eingöngu látnum. Þar er verið að verðlauna þá sem drápu sig af svo miklum kjánaskap að telja má landhreinsun að losna við viðkomandi. Grátt gaman vissulega og jaðrar við smekkleysu en það var heldur ekki sérlega smekkleg aðferð sem vinningshafinn beitti. Hann var með mein í hálsi og gat ekki drukkið áfengi og því tók hann þrjá lítra af Sérrý inn í gegnum stólpípu - ég legg ekki meira á ykkur, nema það að hann drapst að sjálfsögðu úr áfengiseitrun!
Við hálsmeini vissi hann vörnina
og vandlega undirbjó törnina
í bælið sér skellti
og búsinu hellti
beint upp í endagörnina.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.