Lífs og liðnir

Lát Bobby Fisher hefur verið í öllum fjölmiðlum síðustu daga og æviferill hann rifjaður upp sem og framganga okkar í að veita honum skjól síðustu árin.  Við getum verið fullsæmd af þeim gjörningi og eiga þeir menn sem að því stóðu þakkir skildar.

Hinsvegar megum við ekki missa þetta í eitthvað bull og fara að grafa hann á Þingvöllum hjá Einari og danska slátraranum.  Það er bara fyndið og okkur til háðungar.

Ljóst er að skammarleg skyss´er
og skelfingar ósköp ég  hiss‘er
á einhverjum köllum
sem Þing- vilja á –völlum
varðveita beinin af Fisher.

Mikið írafár ríkir í framsókn þar sem bræður berjast sem aldrei fyrr.  Nú eru það Björn Ingi borgarfulltrúi og Guðjón Rúnar sem er sagður fyrrverandi alþingismaður.  Hann segist þekkja Binga betur en flestir enda mun umræddur Guðjón bera ábyrgð á því að hann kom til starfa fyrir flokkinn.  Mikið sem sá hefur á samviskunni.

Þeir voru bræður og banda-
menn Bingi og Gaui en vanda-
málin þá æra
og flokk munu færa
til glötunar og honum granda.


En flokkurinn hefur nú samt fleiri líf en kötturinn svo það er aldrei að vita.

Ég missti af bókmenntaþætti Egils Helgasonar í liðinni viku en hef fengið lýsingar á honum frá fúlum áhorfendum.  Þar var kynnt mikið bókmenntaverk skilst mér - ævisaga Davíðs Oddssonar í máli og myndum rituð af HH Gissurarsyni.  Fór höfundur víst allnákvæmlega yfir málið í löngu innslagi og sýndi myndir af foringjanum allt frá frumbernsku.

Ei fyrnast hin fornu kynni
og ferskur er Davíð inni:
Hjá Agli í þætti
ungur hann mætti
allsber á gæruskinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband