Endurtekið efni

Um daginn var ég að stinga upp á því að í stað þess að taka þátt í handknattleiksmótum færum við að senda strákana til að keppa í vasabilljard í Danaveldi.  Eftir handboltaleikinn í dag er ég þó orðin afhuga því.

Á
tapinu engan sé endi
og engin er von þó menn sendi
til Danmerkur lið
að dunda þar við
keppni með hangandi hendi.

Hann var hinsvegar ekki með hangandi hendi hann villti, spillti, Villi þegar hann fór á fjörurnar við Óla F.  Enda bar það árangur - að minnsta kosti um sinn.  Mér þóttu samt merkilegust viðbrögð samherja hans á blaðamannafundinum í gær.  Þau stóðu öll steinþegjandi að baki honum og voru óglöð á svip.  Sérstaklega þóttu mér konurnar vonlitlar enda kom á daginn í morgun að sem fyrr er byrjað á strákunum; Kjartan fær orkuveituna....


Vilhjálmur tók núna vænan sprett
en varla hann stöðuna metur rétt:
Kvenfólki gleymir

en konurnar dreymir
að hafi‘ ann í bakinu hnífasett.

Hann er kaldur að snúa í þær baki en hefur sennilega týnt minnisblaðinu þar sem stendur að hann ætti að passa sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband