Og það snjóar áfram

Norðmenn bregðast ekki.  Ég er nú ekki að tala um dómgæslu eða neitt sem hefur með handbolta að gera heldur frétt sem ég las í blaði í gær um verðbólgu í Noregi.  Hún mældist eitthvað smáræði í fyrra og - haldið ykkur fast - það segja þeir vera Harry Potter að kenna.  Þetta væri nú eitthvað fyrir íslenska bankamenn.

Í námsferð nú bráðum á brott fer
úr bönkunum hópur, því gott er

ef vaxandi hér
verðbólgan fer
skuldinni að skella á  Potter

Skýringin var reyndar hækkað verð á bókum og aukin bókasala þegar bókin kom á markað en ekki galdrabrögð.


Enginn var að hugsa um forseta kosningar í dag nema Ástþór Magnússon.  Hann leigði Háskólabíó undir blaðamannafund en honum hefði nú sennilega dugað að leigja húsvagn.  Hann var þó drjúgur með sig að vanda:

Í bíóið kátur inn keifaði
og kosningamálin þar reifaði
Ástþór um stund
og framan í fund
seðla- hann -vöndlunum veifaði.


Hann mætti sem sagt með 40 millur og bauðst til að greiða kostnaðinn af forsetakosningunum í sumar.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband