Umhleypingar

Loksins er handboltaruglinu lokið.  Þetta fór nú ekki eins og við vildum - ekki bara töpuðum við öllu sem hægt var að tapa, heldur unnu Danir.  Gat varla verið verra - eða hvað?

Landinn fékk fréttirnar nýjar
og fjölmarga við þessu klígjar:
Bikar til Dana
við bölvum af vana;
en betra þó Danir en Svíar?

Eða er ég að misskilja eitthvað?

Spaugstofan í gærkvöld var heldur óvægin í meðferð sinni á veikum eða ekki veikum borgarstjóra.  Leikarinn sem lék borgarstjórann núverandi var hinsvegar ótrúlega líkur þeim rétta svo hér gæti verið kominn afleysingamaður Ólafs.

Hvernig sem framtíðin fara kann
með fölleitan Ólaf,  má spara þann
áhyggjupóst
því öllum er ljóst
að Spaugstofan veit nú um varamann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband