29.1.2008 | 23:19
Allt með kyrrum kjörum
Í gær var birt skýrsla matsfyrirtækisins Moody á stöðu íslenska fjármálageirans. Þá skildist mér að þeir vildu að við leggðum niður krónuna og eða flyttum bankana úr landi ef allt ætti ekki að fara norður og niður. Ég svaf óvært í nótt en nú hef ég tekið gleði mína að nýju - þetta var allt misskilningur fávísrar konu eins og svo oft áður og við erum sem fyrr best og flottust.
Í pistli um fjármál og fleira
fróðlegt mér þótti heyra
að allt er í gúddí
matið hjá Moody
ef marka skal Bjögga og Geira.
Í pistli um fjármál og fleira
fróðlegt mér þótti heyra
að allt er í gúddí
matið hjá Moody
ef marka skal Bjögga og Geira.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.