Rottur hér og þar

Það var skemmtilegt innslag á vefsjónvarpi mbl um rottuát í Taiwan sem hefur aukist mjög nú á þessu ári rottunnar samkvæmt kínversku tímatali.  Máltíðin leit lokkandi út og ég hefði alveg verið til í að borða steikta eldisrottu með basil, chili og engifer eins og sagt var að væri í uppskriftinni.

Þeir rottur með húð og hári
hesthúsa á þessu ári
austur í Taiwan

svo elti þá gæfan
og fríi þá trega og tári.

Rotturnar hér hjá okkur eru hinsvegar í pólitík.  REI-skýrslan lak í fjölmiðla í kvöld og í úttekt Kastljóss á málinu kom skýrt fram að auðvitað vissi Villi allt, alltaf. 


Allflestir segja nú svei
við sukkinu er kennt er við REI.
Nú stutt er  til loka
og líklega poka
sinn Villi má grípa – það grey.

Eða hvað - í staðinn fyrir að éta rotturnar hér gefum við þeim annan séns?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Sæl Jóna.Ekki get ég sagt að mér hugnist Rottuát, en ég vildi samt frekar éta þessar frá Taiwan.

Kveðja.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 7.2.2008 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband