Limruleti

Ekki er við Ólaf borgarstjóra að sakast þó ég nenni ekki að blogga.  Hann gefur alveg færi á skemmtilegum pælingum.  Það var tildæmis óborganlegt að sjá hann veita verðlaun í hönnunarsamkeppni um byggð á flugvallarsvæðinu hafandi komist til valda í þeim einum tilgangi að koma í veg fyrir þá sömu byggð.  Þegar hann sagði svo að víst mætti byggja í útjöðrunum og halda vellinum fóru menn að efast um geðheilsu hans.

Hann trúir því stöðugt hann stýri
en stórt er nú hugsað  í mýri:
Á vellinum byggja
vinir hans hyggja
og úti er brátt æfintýri.

Villi vinur hans er líka stöðugt í skotlínu fjölmiðlanna og ekki bara fjölmiðla.  Nú spái ég því að  hans eigin flokksmenn teknir að hamast gegn honum.  Bjarni Benediktsson reið á vaðið í morgun og sagði sína skoðun.  Reyndar ekki bara á honum heldur gungunum í kringum hann sem þora hvorki að segja af eða á og "styðja hann meðan hann er oddviti"...bla, bla....

Fátt er nú Villa til varna
og víst fer á dalnum að harðna
Friðurinn rofinn
og flokkurinn klofinn
fannst mér að heyra á Bjarna.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband