Eldhúsdagsumræður

Undir fyrirsögninni "Áfram nekt á sunnudögum" greinir mbl. okkur frá því að þrátt fyrir að söngkonan Christina Aguilera sé búin að eignast barn ætli hún að halda áfram að vera nakin á sunnudögum með bónda sínum. Eða eins og hún segir í greininni: "Við eigum okkar stund saman sem við köllum sunnudagur án klæða. Á sunnudögum förum við ekki út heldur höfum það notalegt heima. Við gerum allt án klæða. Við eldum nakin".

Söngkonan mönnum vill melda
og mér fær hún hugmynd þá selda:
Ég spara mér föt,
splæsi í kjöt
og allsber um helgina elda.

Ætli sé samt ekki í lagi að vera í inniskóm? 


Saklausir sjónvarpsáhorfendur lentu í því að heyra upptöku frá tónleikum sem Bubbi Morthens hélt í kvöld en þar kom meðal annarra fram forsætisráðherra að syngja gegn fordómum.   Hann söng "Lóu litlu á Brún" þannig að hrollur fór um áheyrendur - og ekki sæluhrollur:

Óhljóðin bárust með aftanblæ
og ómuðu bæði um land og sæ
er Lóu hann píndi
og sjónvarpið sýndi
syngjandi ráðherra‘ í  Austurbæ.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband