Mannvitsbrekkur

Frábært að fylgjast með alþingismanni spila ólögleg fjárhættuspil í lokuðum klúbbi og verja það með þvi að segja að löggjafinn þurfi að sjálfsögðu að fylgja tíðarandanum. „Og í þessu máli tel ég að löggjafinn hafi ekki fylgt honum".    Hér er ég að tala um Norðlendinginn Birki Jón sem eyddi helginni við fjárhættuspil til að bæta þingfararkaupið.

Framsóknar staðfasti styrki þjón
á stundum mér finnst sem að virki flón.
Ef spila sú blók  fer
um peninga póker
sem bjána má dæma hann Birki Jón.


Jæja já - og svo er bara að fara að brjóta gamaldags lög eins og hver annar þingmaður.

Þarna tók ég stórt upp í mig og kalla sitjandi þingmann bjána.  Það er þó ekki mikið hjá því þegar ráðherrann Össur bloggaði um borgarstjórnarfulltrúann Gísla Martein og kallaði hann dauðan hest að því er mér skildist á Kastljósi í kvöld.  Össur var hvergi banginn og sagðist standa við bloggið en mér fannst þetta nú ekki sniðug færsla og get ekki neitað því að mér datt í hug að þingmaðurinn hefði ekki verið með sjálfum sér í bloggheimum þessa nótt.

Hann prúður og frjáls var í fasi
er fréttamanns svaraði masi
en ætti að læra
lexíu kæra
að ljótt er að  blogga í glasi.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Sammála,menn eiga eki að blogga í glasi.

Svo finnst mér líka að þingmenn og ráðherrar eigi ekki að hanga á blogginu fram á miðjar nætur, ( og raunar engin sem stundar vinnu ) það hlýtur að koma niður á vinnunni þeirra daginn eftir.Enda ýmislegt sem afgreitt er frá þinginu hálf óráðskennt. Kannski vegna svefnleysis?

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 22.2.2008 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband