Ræða mín skal vera já, já og nei, nei....

Jæja - þá er Vilhjálmur búinn að segja já, já og nei, nei, einu sinni enn og allir láta sér vel líka - á yfirborðinu að minnsta kosti.  Hanna Birna sór honum hollustu og fer nú líklegast í blóðugan slag við Gísla og Kjartan og Vífil og alla þá aðra sem gætu hugsað sér að hafa titilinn borgarstjóri í símaskránni á eftir nafni sínu.

Leitt að konukindin, sem menn segja skörung, skuli ekki hafa barið í borðið og heimtað allt eða ekkert.  En í Flokknum heimta menn ekki - þeir biðja og bíða.

Hanna Birna er hlýðin mey
og hún er búin að gleyma REI:
Sem odd- vill hún –viti
að Vilhjálmur sitji
meðan að slæst hún við Gísla grey.

(Grey er ekki illa meint og þýðir alls ekki sjálfdauður hestur).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Limran er góð. Ef ég man rétt, er merkir grey, hund,garm eða eitthvað álíka.

En er mikið meira notað sem nokkurskonar gælorð, td vertu nú góður greyið mitt, þetta er nú besta grey og svfr.

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 25.2.2008 kl. 06:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband