25.2.2008 | 22:53
Klæðskiptingur eða múslimi?
Netmiðlar birtu í dag myndir af forsetaframbjóðandanum Obama í afrískum þjóðbúningi. Myndirnar munu hafa verið teknar er hann heimsótti ættingja sína í Kenía og þeir færðu honum búninginn að gjöf.
Einhverjir hafa látið að því liggja myndirnar séu sýndar í boði Hilary Clinton, sem þarna sé að reyna að höfða til hræðslu Kana við allt sem er framandi og jafnvel að reyna að gefa í skyn að hatturinn sem fylgir búningnum sé eins og vefjarhöttur sem terroristar setja upp þegar þeir vilja þekkjast úr fjöldanum.
En ef hún hefur dreift þessum myndum þá skil ég hana vel. Mér finnast karlar í kjólum bara hallærislegir.
Hilary dönnuð er dama
og dagljóst að ekki er sama
ef í afrískri sól
sig klæðir í kjól
Einhverjir hafa látið að því liggja myndirnar séu sýndar í boði Hilary Clinton, sem þarna sé að reyna að höfða til hræðslu Kana við allt sem er framandi og jafnvel að reyna að gefa í skyn að hatturinn sem fylgir búningnum sé eins og vefjarhöttur sem terroristar setja upp þegar þeir vilja þekkjast úr fjöldanum.
En ef hún hefur dreift þessum myndum þá skil ég hana vel. Mér finnast karlar í kjólum bara hallærislegir.
Hilary dönnuð er dama
og dagljóst að ekki er sama
ef í afrískri sól
sig klæðir í kjól
karlmennið Barak Obama.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.