3.3.2008 | 23:29
Borgarstjórinn klónaður
Það fór um mig hrollur þegar ég las þessa fyrirsögn í mbl. í dag. Ekki vissi ég að leiðtogakrísan í Sjálfstæðisflokknum væri svona slæm. En auðvitað er það ekki málið heldur var hér um að ræða naut í Andalúsíu sem heitir Borgarstjóri og hefur víst gert það gott í nautaati þar suðurfrá síðustu 16 árin.
En það þarf örugglega ekki að klóna Óla - jafnvel þó Villi taki ótal áskorunum og pakki saman.
Í borgarstjórn fjöldi er flóna
sem í fötin mun passa og skóna
hans Óla að ári
svo alls ekki Kári
hjá DeCode þarf karlinn að klóna.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.