4.3.2008 | 22:32
Til hamingju Hafnfirðingar
Í barnæsku minni norður á Akureyri voru íbúar þar fleiri en Hafnfirðingar. Það er nú liðin tíð og ég held að Akureyringum hafi ekki fjölgað mikið síðan þá en Hafnarfjörður þenst hinsvegar út í allar áttir. Í dag fagna þeir því að vera orðnir 25000. Sá íbúi sem er númer 25000 er ungur og fallegur gutti, Kristófer Máni Sveinsson sem flutti nýlega úr Garðabænum í Fjörðinn.
Í Firðinum blaktir nú fáni
og fagnað er velsæld og láni:
Þar bættist við einn
barnungur sveinn
hinn broshýri Kristófer Máni.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.