11.3.2008 | 22:15
Lífsþreyttur páfi?
Í gær endursagði Mogginn sunnudagspredikun páfa niðrí Vatikani. Honum var mikið niðri fyrir þennan dag og ræddi um ódauðleikann og hvernig færi ef fundin yrðu lyf sem lengdu ævi manna svo um munaði. Að mati páfa myndi slíkt leiða til þess að heimurinn yrði fullur af gömlu fólki og ekkert pláss yrði fyrir hina yngri. Páfi, sem er áttræður, sagði að vonandi kæmi aldrei til þess að hægt yrði að framlengja líf að eilífu.
Í máli var Benedikt bara vís
og bersýnilegt að hann fara kýs
burtu sem fyrst
enda bíður hans vist
í páfasvítunni í Paradís.
Þetta hljómar skynsamlega og ekki síst þegar það er áttræður gamlingi sem lætur í sér heyra - páfi eða ekki.
Í máli var Benedikt bara vís
og bersýnilegt að hann fara kýs
burtu sem fyrst
enda bíður hans vist
í páfasvítunni í Paradís.
Þetta hljómar skynsamlega og ekki síst þegar það er áttræður gamlingi sem lætur í sér heyra - páfi eða ekki.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.