13.3.2008 | 23:44
Fallinn engill
Spitzer ríkisstjóri New York ríkis sagði loks af sér í gær en hann, sem áður hafði verið dyggðin uppmáluð varð vís af því að hafa eytt nótt með rándýrri lúxushóru hér fyrir skömmu. Þetta vakti mikla athygli ekki síst fyrir það að hann hefur verið siðgæðispostuli mikill í sínum störfum og sveiflað refsivendi ótt og títt yfir þeim sem ekki uppfylltu gæðastaðla hans. Út á þetta hlaut hann allmikla athygli og vinsældir.
Siðprýðin fjölmörgum fellur
og fannst sumum erfiður skellur
er trúboðinn knár
sýnir kenndir og þrár
sem mestmegnis snúast um mellur.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.