24.3.2008 | 22:31
Heim í heiðardalinn....
Fyrsta lagið sem ég lærði að syngja sem barn var lagið "Ég er komin heim í heiðardalinn" sem var vinsælt um þær mundir sem ég var að læra að pissa í kopp. Mér er sagt að ég hafi sungið það seint og snemma og enn raula ég það þegar ég nálgast heimaslóðir eftir útiveru.
Núna var heimkoman eftir vikudvöl í útlöndum blandin Vísakvíða því Evrurnar sem notaðar voru á ferðalaginu verða víst eitthvað fleiri krónur en ráð var fyrir gert þegar ferðin var skipulögð. Þannig var gengi Evrunnar 90 kr. þegar hóteldvöl var pöntuð en rúmar 120 kr. þegar hún var greidd.
Víst eru upplyfting andans
utanlandsferðalög landans:
Þar Evrurnar nýta
en núna það sýta
því gengið er farið til fjandans.
Á páskum rifjar maður upp helstu örnefni Píslarsögunnar. Helsta kennileiti þar er hæðin Golgata sem kölluð hefur verið Hauskúpuhæð (eða Hausaskeljastaður hjá Davíð). Í ljós kom svo að hér finnst slík hæð innan borgarmarkanna eða að minnsta kosti fannst hauskúpa á Kjalarnesi á páskadag. Þetta verður ekki toppað fyrr en hinn heilagi gral finnst á Kili, sem vonandi verður í sumar.
Frónbúum hleypur nú kapp í kinn
þó krónan sé töluvert veik um sinn:
Þrátt fyrir smæð
eigum Hauskúpuhæð
og helgan á Kjalvegi bikarinn.
Núna var heimkoman eftir vikudvöl í útlöndum blandin Vísakvíða því Evrurnar sem notaðar voru á ferðalaginu verða víst eitthvað fleiri krónur en ráð var fyrir gert þegar ferðin var skipulögð. Þannig var gengi Evrunnar 90 kr. þegar hóteldvöl var pöntuð en rúmar 120 kr. þegar hún var greidd.
Víst eru upplyfting andans
utanlandsferðalög landans:
Þar Evrurnar nýta
en núna það sýta
því gengið er farið til fjandans.
Á páskum rifjar maður upp helstu örnefni Píslarsögunnar. Helsta kennileiti þar er hæðin Golgata sem kölluð hefur verið Hauskúpuhæð (eða Hausaskeljastaður hjá Davíð). Í ljós kom svo að hér finnst slík hæð innan borgarmarkanna eða að minnsta kosti fannst hauskúpa á Kjalarnesi á páskadag. Þetta verður ekki toppað fyrr en hinn heilagi gral finnst á Kili, sem vonandi verður í sumar.
Frónbúum hleypur nú kapp í kinn
þó krónan sé töluvert veik um sinn:
Þrátt fyrir smæð
eigum Hauskúpuhæð
og helgan á Kjalvegi bikarinn.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.