30.3.2008 | 22:45
Alltaf í boltanum?
Það fer lítið fyrir bloggi hjá mér þessa dagana. Ástæðan er einföld - ég er alltaf á hlaupum! En það stendur til bóta, vonandi.
Það er hinsvega enginn skortur á bloggtilfefnum. Ég nefni ekki efnahagsmálin enda ekki með jafnmikla stýrivaxtarverki eins og Ingibjörg Sólrún sem var svartsýn á samfylkingarfundi í dag og kvað fast að orði. Best fannst mér að hún sló af álver í Helguvík og lofaði afnámi tolla á matvöru!
Ingibjörg hefur í hótunum;
var heldur á þyngri nótunum
upp er hún stundi
staðreynd á fundi:
Valt er nú flestallt á fótunum.
Aðrir sem eru þungir á brún þessa dagana eru stuttbuxnadrengir sem hafa hafið söfnun fyrir lærimeistara sinn sem gerðist sekur um að hnupla orðum og gera að sínum. Það er skrýtin frjálshyggja þetta - en svo sem gott að þessir gaurar virðast skilja hugtakið samhjálp og eiga til vænan skammt af umhyggju þegar á reynir.
Frjáls- er það háðuleg hyggja
að hnupla og móðga og styggja
og þegar allt fer
til fjandans og verr
þá ölmusu þegjandi að þiggja.
En kannski að gæsalappalausi seðlabankastjórnarmaðurinn þiggi ekki aurana heldur gefið þá til götubarna í Ríó?
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.