3.4.2008 | 00:01
Litlu verður Vöggur feginn
Síðustu dagar hafa verið litaðir af mótmælum atvinnubílstjóra. Þeir mótmæla hækkuðu eldsneytisverði með því að stöðva umferð og hafa gert mörgum gramt í geði. Þeir virðast þó eiga nokkur stuðning og menn almennt eru til í að fara í hart yfir dýrum dropum.
Merkilegt að þó að matur sé dýrari hér en víðast annarsstaðar, þó að þjónusta við almenning sé ýmist skorin niður eða hækkuð þá gerist aldrei neitt nema að einhverjar kellingar þusa á kaffistofum Niðurskurður á þjónustu leikskóla eða í heilbrigðiskerfinu vekur lítil viðbrögð en bensínhækkun; vá nú gerum við eitthvað!
Það varð því mikil gleði þegar einhver olíufélög auglýstu í morgun að veittur yrði afsláttur í dag. Það voru víst 25 kr á lítrann ef ég hef skilið þetta rétt. Menn voru glaðir og þakklátir og alveg búnir að gleyma samráði og svikum. Mér skilst að það hafi verið hálfgerð þjóðhátíðarstemming við sumar dælurnar - eða kannski öllu heldur svona stuð eins og á síldarplönunum forðum Margir mættu með brúsa og nú er eins gott að þeir séu vel geymdir í kjöllurum og bílskúrum landsmanna.
Íslenska þjóðin varð ósköp glöð,
við olíudælurnar beið í röð.
Þar alsælu naut,
afsláttinn hlaut
og brosandi kvaddi svo bensínstöð.
Ég var því miður með hálfan tank - minn bíll eyðir svo litlu að það dugir mér fram í miðjan mánuð og hver veit nema að trukkabílstjórarnir verði búnir að lækka verðið þá.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gatnakerfi trukkar teppa;
tefja lýð er þarf að skreppa.
Bensínstríð nú hrjáir hreppa
hörð er ríður yfir kreppa.
www.baggalutur.is
Kv, Hjalti
hjalti (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.