6.4.2008 | 22:45
Einkaþotubissness
Meðan ég var að hlaupa í kuldanum hér í Reykjavík í liðinni viku skruppu nokkrir ráðherrar niður til Búkarest og náðu sér í kvef A.m.k. Ingibjörg Sólrún - það mátti heyra á mæli hennar í útvarpi í gær.
Fararmátinn var mikið til umræðu og leiguvélin sem hóf sig á loft með liðið frá Reykjavík lenti sem gullskreytt einkaþota niðrí Búkarest nokkrum tímum seinna. Mikill æsingur var í fólki og fjölmiðlar loguðu um stund.
Í hitanum létu menn fjúka flest
(úr forinni volgri mun rjúka best)
uns flestum var ljóst
að leiguvél bjóst
til lendingar niðri í Búkarest.
En nú er búið að sá einkaþotufræjum og aldrei að vita nema Geir skelli sér á eina við tækifæri.
Í Mogganum í dag er sagt frá því að offita sé orðin faraldur á Íslandi. Mér finnst faraldur ekki gott orð - ég held að mataræði okkar sé slæmt en ég held fyrst og fremst að við hreyfum okkur ekki nóg. Það er ekki nóg hreyfing að færa sig bara á milli stóla.
Það er meira hvað menn geta étið
og í makindum endalaust setið
uns silast í fáti
saddir af áti
úr sófanum yfir í fletið.
Og þá er best að fikra sig yfir í fletið.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.