10.4.2008 | 22:23
Hvað stýrir hverju?
Ég skil ekki stýrivexti. Þeir hljóta að vera ætlaðir til að stýra einhverju? Genginu? Það hélt ég þangað til í dag þegar Seðalbankinn hækkaði stýrivexti og gengið - féll.
Seðla-bankinn til bragða tók
í bráðlæti stýrivexti jók.
Krónan samt hneig
hrapaði og seig
svo þetta varð alls ekki barn í brók.
En þetta segi ég bara eins og fávís kona - stýrivextir eiga örugglega frekar að stjórna umferðinni um Bankastrætið.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innlitskvitt,góð að vanda
Kveðja
Ari Guðmar Hallgrímsson, 13.4.2008 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.