Tímaleysi

Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér að eitthvað hefur þurft undan að láta.  Og þá að sjálfsögðu blogg og limrusmíð.  Betri tímar fara vonandi í hönd þegar sumar gengur í garð.

Fréttir í blöðunum hafa verið af ýmsu tagi en í fyrradag sagði frá búlgörskum bónda sem skipti á konu sinni og geit.  Hvort það er brot á lögum og þá hvaða lögum veit ég ekki, en sennilega hafa allir grætt nema geitin.

Það var bóndi í búlgaskri sveit
sem í basli á markaðinn leit.

Með hraði þar rifti
hjúskap og skipti
á frúnni og fullvaxta geit.

Það var heldur dapurlegt að horfa á Kjartan Magnússon borgarfulltrúa (í meirihlutanum hans Óla F) í kvöld.  Hann sat fyrir svörum í Kastljósi um Rei og útrásina sem nú er hafin á ný.  Það á að fara að bora í Diboutí en mun reyndar aðeins kosta okkur Reykvíkinga nokkur hundruð millur.  Sporðreistist ekki stóllinn undir Villa þarna í haust vegna þess að samflokksmenn hans vildu ekki að verið væri að spila með fé Orkuveitunnar í gæluverkefni út um allan heim?  Eða er það ég sem er minnislaus? 

Hann var kostulegur hann Kjartan
er í Kastljósi röflaði margt hann
um útrás og annað
sem áður var bannað
og víst er að skarpur er  vart hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband