Gluggagægir

Í bókmenntaþættinum Kiljunni í gær hafði stjórnandinn skemmtilega sögu eftir Matthíasi Johannesen.  Matti hafði átt að hljóta þá virðingu þegar ráðhús var byggt í Reykjavík að fá ljóð eftir sig sandblásið á glugga.  Hann gerði sig hinsvegar sekan um að skrifa leiðara í Moggann sem þáverandi borgarstjóra líkaði ekki og sá hafði handtök hröð - glugganum var snarlega skipt út fyrir annan úr glæru gleri.

V
ið stórmenni ei mátti stugga
þá strax fór hann launráð að brugga:
Reiður og sár
hann reytti sitt hár
og á haugana henti svo glugga.

Nú situr stórmennið og stýrir stýrivöxtum og berst með kjafti og klóm á móti Evrunni sem við launþegar vildum svo gjarnan sjá í launaumslaginu okkar í staðinn fyir biskupsdótturina falleruðu.

Úr herbúðum Óla F kom nýtt Rei útspil í dag.  Gísli Marteinn rankaði við sér og mundi af hverju meirihlutinn féll.  Hann lagði til að Orkuveitan losaði sig út úr Rei-ævintýrinu og einbeitti sér að því að selja okkur borgarbúum heitt vatn.  Útvarpshlustendur vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið - en ólíkt er þó heilbrigðari tónn í Gísla en Kjartani í gær.  Gaman samt að sjá einingu sexmenninganna í Sjálfstæðisflokknum - nú fer að líða að þeir þurfi að ákveða hver tekur við af Villa.

Nú heyra má kjósendur hvísla
er hvarvetna puða og sýsla:
„Þetta er frétt
ef reynist það rétt
að leynist smá glóra í Gísla“.





 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komdu sæl Jóna, mikið rosalega er gaman að lesa færslurnar þínar. Mig langaði bara til þess að þakka þér fyrir eitt ljóðið sem þú samdir um Litla krílið sem hefur þann heiður að vera 25 þúsundasti Hafnfirðingurinn. Hann Kristófer Máni er sonur sambýlismannsins míns, og erum við rosalega ánægð með það að hafa séð þetta ljóð um hann. Ég tók mér einnig það berseks leyfi að skrifa það niður og ætla mér að setja það í ramma á fallegum pappír =)

Kv. Ásgerður, Sveinn og Kristófer Máni

Ásgerður Friðbjarnardóttir (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 12:05

2 Smámynd: Jóna Guðmundsdóttir

Sæl Ásgerður

Auðvitað er ég bara sátt við að þú skrifir upp vísuna um 25þúsundasta Hafnfirðinginn.  Ég kíkti á strákinn á síðunni þinni og sé ekki betur en bæði þú og aðrir Hafnfirðingar getið verið stoltir af þessum gutta!
Kv- Jóna

Jóna Guðmundsdóttir, 27.4.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband