Leti og löglegar afsakanir....

Það hefur ekki verið mikið um bloggfærslur upp á síðkastið.  Ég fór í liðinni viku í góðum hópi til Boston þar sem stefnan var tekin á maraþonið mikla sem kennt er við borgina.  Til að gera langa sögu stutta þá náðist markmiðið og því fylgir auðvitað bara gleði.

Meðan á hlaupinu stóð hugsaði ég auðvitað allra mest um hvaða vitleysa þetta væri og hvort mér tækist yfirleitt að klára:

Þ
að ólgaði í brjósti mér bara von
um að bjartsýna norður hjara kon-
an örmagna‘ af þreytu
þjökuð af streitu
í þriðja sinn kláraði maraþon.

Og já - það tókst.  Nú á ég þrjú maraþon og eins og er reikna ég með að láta það nægja!

Eftir maraþonið beið Bostonborg með sólbjört stræti, útiveitingahús og tískubúðir....

Er ég var búin í Boston að hlaupa
og á barnum mig  aðeins að staupa
tók landið að rísa;
ég rölti með Vísa
í mollin að máta og kaupa.

Og í viðbót við þrjú maraþon á ég líka nýjar buxur og kápu (og íþróttaskó ef ég skyldi ekki vera alveg hætt að hlaupa).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu......engir skór????!!!! Hvert á ég þá að leita að skóm að láni..hehe.

Velkomin heim og nú förum við að rölta yfir til hvorrar annarrar, þú mátt alveg hlaupa til mín líka ef þú vilt

Hafdís (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband