10.5.2008 | 00:57
Úps - I did it again....
... sleppti því að blogga heilmarga daga þrátt fyrir góðan ásetning.
En við svo búið má ekki standa - og ekki liggur Óli á liði sínu - alltaf eitthvað nýtt af honum. Honum er enda ekki stætt á öðru en að halda sig í sviðsljósinu áður en Sjálfstæðismenn valta yfir hann og flytja upp á Hólmsheiði eða út í Löngusker.
Það líður hjá Láfa á tímann
og ljóst er að harðnar nú glíman.
En hjálpin er næst
þá neyðin er stærst:
Hann krækti í Kobba Frímann.
Borgarstarfsmönnum finnst þessi ráðning samt argasta bull og mótmæla hástöfum - ekki síst vegna launanna sem Frímann á að fá; hann toppar víst flesta sem þar hafa stritað árum saman.
Nú Óli á Æra-Tobba
einna helst minnir - og bobba
hann kemur sér í
með klúðrinu því
að ráða í Ráðhúsið Kobba.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.