12.5.2008 | 21:23
Bústaðarblogg
Þetta er tilraun. Ég er stödd í bústað og við erum í fyrsta skipti nettengd þar - í gegnum gsm síma. Því miður er kerfið hægvirkt og allt með heldur fornum blæ - minnir á þegar maður tengdist í gegnum fyrstu modemin hér á árum áður.
Það er auðvitað við hæfi að hlutir séu með forneskjulegum hætti í bústað - enda er húsið yfir 100 ára gamalt og brakar og brestur í hverri fjöl. Það var þess vegna alveg í takt við umhverfið að hlusta á fréttir RÚV í gærkvöld um æskulýðshöllina sem ungmennafélög landsins ætluðu að byggja við Tryggvagötu. Ég gat ekki betur heyrt en að þarna væri loks komin höllin hennar Uglu í Atómstöðinni og ekki seinna vænna:
Hugmyndin finnst mönnum firna snjöll
og fabúlera um víðan völl:
Vert er að tryggja
velsæld og byggja
ungmennum landsins undrahöll.
Í fréttinni sem ég er að vitna í var líka sagt að þarna væri gert ráð fyrir að fólk gæti komið að loknum vinnudegi - farið í bað og átt notalega kvöldstund? Mér hlýtur að hafa misheyrst?
Fréttinni hlessa ég hleypi að
en hugsa að alls enginn gleypi það
né þörf sjái ríka
fyrir ráðagerð slíka
að reisa alþýðu steypibað.
En sem betur fer virðast alvöru kapítalistar komnir í málið og á þessari lóð (sem borgin gefur ungmennafélögunum) mun verða reist enn eitt hótelið merkt New Icelandair eða hvað það er sem Flugleiðir heita þessa stundina.....
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.