13.5.2008 | 23:05
Góðar fréttir
Það voru mest góðar fréttir í fjölmiðlum í dag - svona af innanlandsvettvangi að minnsta kosti. Ingibjörg Sólrún ætlar að taka á eftirlaunaósómanum og vonandi tekst henni það. Það var nú reyndar rifjað upp að þingmenn allra flokka stóðu að þessum ósóma en breytir svo sem engu: Batnandi mönnum er best að lifa var sagt í mínu ungdæmi.
Hvort Dabbi er einn af þessum batnandi mönnum skal ósagt látið en gaman væri ef hann neyðist til að hætta í bankanum til að verða ríkur ellibelgur.
Það gæti við Davíðs komið kaun
og karlinum valdið sárri raun
Ef felld verða úr gildi
- fyrir guðsnáð og mildi-
lögin um ósóma eftirlaun.
Önnur góð frétt var af skoðanakönnun sem fellir sitjandi meirihluta í borginni með skelli - Ólafur komst ekki einu sinni á blað. Verst að aldrei er kosið á réttum tíma......
Í borginni línan er býsna sterk
og bloggari laus er við hjartaverk
þó íhaldið tapi
og Ólafur hrapi
það tíðindi verða að teljast merk.
Hvort Dabbi er einn af þessum batnandi mönnum skal ósagt látið en gaman væri ef hann neyðist til að hætta í bankanum til að verða ríkur ellibelgur.
Það gæti við Davíðs komið kaun
og karlinum valdið sárri raun
Ef felld verða úr gildi
- fyrir guðsnáð og mildi-
lögin um ósóma eftirlaun.
Önnur góð frétt var af skoðanakönnun sem fellir sitjandi meirihluta í borginni með skelli - Ólafur komst ekki einu sinni á blað. Verst að aldrei er kosið á réttum tíma......
Í borginni línan er býsna sterk
og bloggari laus er við hjartaverk
þó íhaldið tapi
og Ólafur hrapi
það tíðindi verða að teljast merk.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.