Í helgarlok

Heldur er nú fyndið að fylgjast með fundaröðinni sem er haldin í Valhöll um helgar nú í vor.  Fyrir viku mætti BB og sagði að ESB væri kjaftæði og nú ákvað Haarde að jarma með honum:  Ég vil alls ekki heldur ganga í þetta ljóta bandalag var hans boðskapur. 

Konan í flokknum, Þorgerður Katrín (eru þær annars fleiri?)  ákvað að stríða strákunum aðeins og sagðist vilja umræður og jafnvel þjóðaratkvæði.  Uss og fuss. 

Hol- okkur skellur á –skefla
er í skelfingu íhaldsmenn tefla:
Meðan Haarde og Björn
eru báðir í vörn
vill  Þorgerður umræður efla.

Nú hamast hún reyndar við að draga í land og fær sennilega að predika um næstu helgi og segja okkur að hún vilji ekki heldur þennan ósóma.

Annars er það gott að frétta úr Guðs eigin landi að þar er Barrak vinur okkar O-Bama farinn að beina spjótum sínum að þeim sem eiga að vera andstæðingarnir - nefninlega repúblikanar og hættur að sparka í Hilary.  Sennilega er hann oriðn svo viss um útnefningu að hann telur þetta óhætt.

Greinilega er brautin bein
í blaðinu mátti lesa grein:
Nú komin er stundin,
stefnan er fundin:
„Barack hjólar í Bush og Cain“

Og nú er bara að fara að telja niður í júróvísjón!

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband