21.5.2008 | 00:01
Það sem helst hann varast vann...
...varð þó að koma yfir hann - sagði Hallgrímur sálugi um Pílatus.
Eða var það um Einar Guðfinnsson? Hvað á maður að halda þegar hann segir að honum hafi ekki verið stætt á öðru en að gefa út hrefnuveiðikvóta! Skítt og laggott með það þó enginn vilji hrefnuna og skítt og laggott með þessa milljónir sem er verið að ausa í framboð til Öryggisráðs SÞ.
Hann Einar á ræfillinn ekkert val
yfir hann þetta koma skal:
Hann verður sem fyrr
þó standi um það styr
staffírugur að veiða hval.
Svo var frábært að heyra í kvöldfréttum að verð á matvörum er 64% hærra hérlendis en í ESB. Passar vel í kjölfarið á Valhallarumræðunni sem segir "Ég tel að okkur sé betur borgið utan ESB" ... og svo framvegis.
Það ábati er ekki nokkur
af ESB Sjálfstæðisflokkur-
inn sannfærir menn
og mælist því enn
matvaran dýrust hjá okkur.
En hvað eru svo sem 64% milli vina?
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.