24.5.2008 | 00:02
Sigur í höfn...
Er ekki bara formsatriði að keppa á morgun? Fimmtudagurinn er vísir þess sem koma skal. Loksins féllu dómar Evrópu okkur í hag og vonandi að svo verði aftur í kvöld.
Réttlátir reyndust nú dómar
Réttlátir reyndust nú dómar
er Regína og Friðrik Ómar
This is my life
kyrjuðu kræf
og í kvöld það á sviðinu hljómar.
Mér skilst á Mbl. að þegar séu menn farnir að gera áætlanir um framkvæmd keppninnar hérlendis ef og þegar við vinnum.
Ef ánetjast Evrópa smellinum
er auðvelt að redda í hvellinum
stað fyrir keppni;
fyrir helbera heppni
eigum herstöðva-góssið á Vellinum.
Enn og aftur kemur Kaninn okkur til bjargar.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.