Nýr og betri maður?

Ég varð vitni að skemmtilegu atviki í kvöld.  Það var verið að sýna frá Alþingi í sjónvarpinu (áður en hinar drepleiðinlegu eldhúsdagsumræður byrjuðu) og einhver stjórnarandstöðuþingmaður kvartaði yfir því að í landinu sætu tvær ríkisstjórnir; með og á móti hvalveiðum, með og á móti evrunni, með og á móti álverum og virkjunum og svona taldi hann áfram.   Þetta sagði hann óþolandi ástand.   Geir kom þá í pontu og sagði að viðkomandi þingmaður gæti nú ekki kvartað; hann þyrfti bara að velja hvorri stjórninn hann ætlaði að vera á móti.  Þetta kætti mig og þingheim og allir flissuðu. 

Í kvöld varð ég heilmikið hissa
en heppin að skyldi‘ ekki missa
af atviki því
þinginu í
er þingmenn að Geir tóku‘ að flissa.

Ég man ekki til þess að ég hafi heyrt Geir sýna á sér spaugsama hlið fyrr -  en ég man nú reyndar ekki margt og hlusta sjaldan á hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband