Líf og fjör á lokametrunum.

Eins og alltaf er heilmikið um að vera á Alþingi síðustu dagana fyrir sumarfrí.  Allt í einu mæta allir og vilja láta taka eftir sér.  Ég verð nú að viðurkenna að ég fylgist ekki stíft með en ég las þó í blaði að utanríkismálanefnd hefði samþykkt tillögu Katrínar Jakobsdóttur um aðbúnað fanga í Guantanamó.  Það var bara of mikil áskorun að fá þetta í rím - og þrátt fyrir það sem kemur fram í limrunni held ég að þetta sé þörf ályktun:

Ég tel ekki‘ að vitið vant‘ana þó
hún verði að slíp‘af sér kantana.  Nóg
er búin að rausa
um að láta þá lausa
sem í lúxusnum dvelja í  Guantanamó.

Annað mál sem vekur óskipta athygli allra eru símhleranirnar sem komið hefur á daginn að stundaðar voru hér á dögum kalda stríðsins.  Björn dómsmála á aldrei eftir að biðjast afsökunar enda væri hann vafalaust til í smáhleranir núna - það gæti lífgað upp á gráa tilveruna.  Helgi Hjörvar spurðist fyrir um málið á þingi og báðum er málið skylt, pabbi Björns var að hlera símann hjá pabba Helga.

Björn ekki hænufet hörfar
þó honum á skelli nú  örvar:
Kórrétt mun vera
kommana‘ að hlera
einkum ef heita þeir Hjörvar.

Og svo fara þingmenn út í sumarið með eftirlaunafrumvarpið óafgreitt.  Lélegt.

Þingið sér kom undan þungri raun
og þráan af málinu leggur daun:
Frestuðu enn
að fást eins og menn
við frumvarp um ósóma eftirlaun.

Enda stóð það kannski ekkert til?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband