31.5.2008 | 00:20
Skjálfandi - en ekki úr kulda
Ég var ber þegar landskjálftinn mikli reið yfir í gær. Ekki er það nú vegna þess að ég sé vön að svala strípiþörf minni klukkan 15:45 virka daga - heldur var ég búin að sinna garðverkum um stund og fór úr skítagallanum og var á leið í hreint þegar veggirnir tóku að hristast.
Í mínútu meira en hálfa
ég minnti á algeran bjálfa:
Hoppaði um ber
heima hjá mér
og horfði á veggina skjálfa.
Svo gerði ég auðvitað eins og allir vita að þeir eiga að gera - forðaði mér út. Stendur það ekki í símaskránni? Það stendur ekki að maður eigi að klæða sig fyrst svo ég klæddi mig bara úti og sem betur fer var veðrið gott - ég skalf að minnsta kosti ekki úr kulda.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahahahahahahaha, hvað fannst nágrönnunum um að þú komst hlaupandi út ber???!! Ohhh, ég hefði hlegið mig máttlausa ef ég hefði séð þig Förum nú að hittast fljótlega, ég er ein heima næstu tvær vikurnar, sú stutta úti á Tenerife.
Hafdís (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 20:24
Nágrannarnir voru allir að hristast í vinnunni - nema drengur á fermingaraldri sem gæti hafa þurft að leita sér áfallahjálpar!
Jóna Guðmundsdóttir, 1.6.2008 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.