Dýravinir

Heldur eru hallærislegar fréttirnar úr Skagafirðinum í dag.  Skagfirðingar fundu hvítabjörn en voru svo hræddir um að týna honum aftur að þeir flýttu sér að drepa hann.  Engin tilraun var gerð til að ná dýrinu lifandi en ekki er nú á hreinu hver fyrirskipaði drápið - sennilega yfirlögregluþjónninn sagði einhver óbreyttur. Mér segja hinsvegar skyldmenni Þórarins bónda í Keldudal að það sé af og frá að hann hafi átt þátt í að kála bangsa þó hann hafi fundið hann fyrstur manna:

H
ann Þórarinn fyrstur fann hann;
þó fráleitt á skepnunni vann hann.
En löggur ei hangsa
þær bönuðu bangsa
og bendir nú hver þar á annan.

Myndir af þessu voru heldur ógeðfelldar; ringlað dýr og soltið, fjórir byssumenn í ham og hundrað bíla strolla að reyna að sjá eitthvað eða að minnsta kosti að heyra skothvellina.

Það bjánaskap sýnir og bresti
er með byssur í skotfæravesti
menn æddu um sveitir
æstir og heitir
og erlendum sálguðu gesti.

Hefði ekki bara mátt gefa honum að éta hrefnukjöt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband